top of page

Öryggisráðgjöf, öryggiskerfi, öryggismál

RaunVit ehf. er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisráðgjöf og öryggistengdum málefnum. Þó fyrirtækið sé ungt er gríðarleg reynsla og þekking, þar sem starfsmenn þess hafa áralanga reynslu af öryggismálum. RaunVit ehf. sinnir öryggisráðgjöf, öryggisstjórnun, námskeiðahaldi og mörgu fleiru. Innan fyrirtækisins starfar sérfræðingur með mikla þekkingu á öryggismálum og skipulagningu þeirra, með reynslu sína hérlendis sem og erlendis frá.

Tómas Stanislavsson
Framkvæmdastjóri

Öryggissérfræðingur

Tómas hefur síðan 2005 starfað að öryggismálum í ýmsum verkefnum hjá:

InPro fyrir Bechtel á byggingar framkvæmdartíma

Heilsuverndarstöðin ehf fyrir Alcoa Fjarðaál

Hatch-Alcoa Alliance fyrir Alcoa Fjarðaál

Fluor-Alcoa Alliance fyrir Alcoa Fjarðaál

Öryggisstjórnun UHÖ-stjórnun

 

Mjög mikilvægt er að halda uppi eftirliti með UHÖ (umhverfi, heilsu öryggi) sem heildaröryggi í fyrirtækjum og stofnunum. Nauðsynlegt er að hafa góða yfirsýn yfir UHÖ mál en til þess þarf sérhæfðan einstakling með víðtæka þekkingu. Fæst fyrirtæki hafa yfir slíkum einstaklingi að ráða og mörg hafa jafnvel ekki öryggisstjóra. Hlutverk öryggisstjóra lendir þá oft á stjórnendum fyrirtækja.

 

RaunVit ehf. býður upp á hagkvæmar lausnir fyrir stór eða smá fyrirtæki og stofnanir. Við bjóðum upp á þjónustu öryggisráðgjafa og eru margir möguleikar eftir samkomulagi.

 

Dæmi um mögulegar lausnir:

1.Aðstoð við öryggismál og utanumhald á öryggiskerfi

   Aðstoðum stjónanda fyrirtækja við utanumhald á öryggiskerfi og/eða tímabundin sérverkefni

2.Öryggisstjórinn (Metum þarfir með þjónustukaupanda á öryggisstjórnun) 

   Öryggisstjórinn er þjónustuflokkur þar sem öryggisráðgjafi frá okkur tekur að sér og heldur utan um öll öryggismál    

   innan viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

 

Með því að nýta sér þjónustu RaunVit fæst góð yfirsýn yfir öryggismál og tryggt að þeim sé sinnt af fagaðila með viðeigandi þekkingu. Fyrir fyrirtæki eða stofnanir sem leita eftir hagræðingu í rekstri er þetta fyrirkomulag mjög hentugt. Fagleg öryggisstjórnun minnkar kostnað, lágmarkar áhættu og leiðir af sér betri þjónustu til viðskiptavina.


 
Vinnueftirlitið staðfestir að RaunVit uppfyllir öll tilskilin skilyrði til að starfa sem þjónustuaðili við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum með áherslu á umhverfisþætti og áhættuþætti tengda vélum og tækjum.
 

Samkvæmt

Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum 1980 nr. 46 28. maí

[66. gr. a. Þegar gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þar á meðal mat á áhættu og áætlun um heilsuvernd, krefst færni sem atvinnurekandi eða starfsmenn hans hafa ekki yfir að ráða skal atvinnurekandi leita aðstoðar til þess hæfra þjónustuaðila sem hafa hlotið viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til þeirra starfa. Skal atvinnurekandi upplýsa þjónustuaðila um þá þætti sem vitað er eða grunur leikur á að hafi áhrif á öryggi og heilbrigði starfsmanna. Enda þótt atvinnurekandi njóti þjónustu slíkra aðila ber hann engu að síður ábyrgð á að áætlunin sé gerð og henni fylgt eftir.

bottom of page